
MATUR, SAGA, MENNING Í GRUNDARFIRÐI
VIÐBURÐUR Í SAMVINNU VIÐ SVÆÐISGARÐINN SNÆFELLSNES


MATAR- OG MENNINGARGANGA MEÐ HEIMAMANNI UM GRUNDARFJARÐARBÆ.
Í samvinnu við Svæðisgarðinn Snæfellsnes bjóðum við upp á matar- og menningargöngu um sjávarplássið Grundarfjörð. Þetta er einstakur viðburður, haldinn sunnudaginn 16. ágúst kl. 15.30. Létt ganga um bæinn í fylgd með heimamanni. Komið verður við hjá nokkrum af listamönnum staðarins, sagt frá sögu bæjarins og lífinu fyrr og nú, bragðað á ljúffengum mat af svæðinu á meðan á göngu stendur og í lok hennar er sest niður á hágæða matsölustað sem Grundarfjörður státar af - einn af þeim allrabestu á landinu, að margra mati.
Grundarfjörður er tiltölulega ungur bær en samt fullur af sögu og skemmtilegheitum enda Grundirðingar þekktir fyrir sagnagleði. Atvinnusagan er rík og í dag er Grundarfjörður heimili nútíma fiskverkunarfyrirtækja, fjölbrautarskóla og fjörugs mannlífs. Á göngunni kynnist þú fjölbreyttu mannlífi og nýtur þess besta í mat sem Grundarfjörður hefur upp á að bjóða.
Lítil hópur: hámarksfjöldi 15 manns.
Nauðsynlegt að panta með a.m.k. 1 dags fyrirvara til að hægt sé að áætla magn matar!
Gangan tekur ~2,5 klst
Lagt af stað 15.30 frá hafnarbakkanum í Grundarfirði
Ganga við allra hæfi, farið hægt yfir og stoppað oft til að segja frá umhverfinu
Ókeypis fyrir börn 5 ára og yngri í fylgd með fullorðnum (ekki fleiri en 2 börn á hvern aðila yfir 18 ára aldri).
50% afsláttur fyrir 6 - 17 ára
Innifalið: Leiðsögn með heimamanni, heimsóknir til listamanna, matarsmakk.
Ekki innifalið: Áfengi. Hægt að kaupa léttvín með mat á veitingarstað.

Til að nýta Ferðagjöfina að upphæð 5.000 kr þarf að opna felliglugga "Gift Card" í skrefi 2 við kaupin og fylla inn strikamerkiskóða gjafarinnar sem birtist þegar valið er "nota gjöf" í smáforritinu Ferdagjof.
Til að nýta ferðagjöfina, þarf að opna felligluggann "Gift card" í skrefi 2 við kaupin og setja þar inn strikamerkiskóða gjafarinnar.


Crisscross ehf
+ 354 8686255
crisscross[at]crisscross.is
