fer_ferdagjofin_merki_a_rautt

 MATUR, SAGA, MENNING Í STYKKISHÓLMI

VIÐBURÐUR Í SAMVINNU VIÐ SVÆÐISGARÐINN SNÆFELLSNES

fer_km_merki_b_lit
vörumerki mynd

MATAR- OG MENNINGARGANGA UM STYKKISHÓLM.

Í samvinnu við Svæðisgarðinn Snæfellsnes bjóðum við upp á matar- og menningargöngu um sjávarplássið Stykkishólm. Þetta er einstakur viðburður, haldinn laugardaginn 8. ágúst kl. 14.00. Létt ganga um bæinn í fylgd með Önnu Melsteð. Sagt verður frá sögu bæjarins og lífinu fyrr og nú, gengið um leynistíga og komið við á listasmiðju og hágæða veitingastöðum þar sem bragðað er á ljúffengum mat af svæðinu.

Stykkishólmur hefur alla tíð verið í nánu tengslum við mat og matarframleiðslu enda er matarkista Breiðafjarðar ekki langt undan.  Á göngunni fræðist þú um lífið í plássinu, laumar þér um leynistíga í fylgd með leiðsögumanni, heimsækir listasmiðju og á veitingastaðum bæjarins færðu að njóta þess besta í mat sem Stykkishólmur hefur upp á að bjóða.


Lítil hópur: hámarksfjöldi 15 manns.

Nauðsynlegt að panta með a.m.k. 1 dags fyrirvara til að hægt sé að áætla magn matar!

Gangan tekur  ~2,5 klst

Lagt af stað  14.00 frá Heilbrigðisstofnun Stykkishólms (næg bílastæði)

Ganga við allra hæfi, farið hægt yfir og stoppað oft til að segja frá umhverfinu

Ókeypis fyrir börn 5 ára og yngri í fylgd með fullorðnum (ekki fleiri en 2 börn á hvern aðila yfir 18 ára aldri).

50% afsláttur fyrir 6 - 17 ára 

Innifalið: Leiðsögn, matarsmakk á veitingastöðum, heimsókn í vinnusmiðju listamanna.

Ekki innifalið: Áfengi. Hægt að kaupa léttvín með mat á veitingarstað.

fer_ferdagjofin_merki_a_rautt

Til að nýta Ferðagjöfina að upphæð 5.000 kr þarf að opna felliglugga "Gift Card" í skrefi 2 við kaupin og fylla inn strikamerkiskóða gjafarinnar sem birtist þegar valið er "nota gjöf" í smáforritinu Ferdagjof.

Til að nýta ferðagjöfina, þarf að opna felligluggann "Gift card" í skrefi 2 við kaupin og setja þar inn strikamerkiskóða gjafarinnar.

vörumerki mynd
unnamed-5
west.is copy
SL_vesturland
matur-saga-menning-1-6 copy
matur-saga-menning-1-3 copy

Crisscross ehf

+ 354 8686255

crisscross[at]crisscross.is

2017-021 small