fer_ferdagjofin_merki_a_rautt

 MATUR, SAGA, MENNING Í STYKKISHÓLMI

fer_km_merki_b_lit

MATAR- OG MENNINGARGANGA UM STYKKISHÓLM.

Í samvinnu við Svæðisgarðinn Snæfellsnes þróuðum við sumarið 2020 matar- og menningargöngu undir nafninu "Matur, saga, menning í Stykkishólmi". Þessi viðburður heppnaðist mjög vel og fékk góðar viðtökur hjá þátttakendum. Við munum því halda áfram að bjóða upp á þessa sælkeragöngu um Stykkishólm.  Anna Melsteð leiðsögumaður leiðir gönguna og segir frá sögu staðarins og lífinu fyrr og nú. Gangan er við allra hæfi, rölt er um leynistíga, komið við á listasmiðju og hágæða veitingastöðum og bragðað á ljúffengum mat af svæðinu. Matur, saga, menning er tilvalin fyrir vina- og starfsmannahópa sem dvelja á Snæfellsnesi og vilja njóta matar og kynnast menningarsögu Stykkishólms á óvæntan hátt. Við bjóðum sérstakt hópaverð fyrir 5 manns eða fleiri. Fastar ferðir á völdum laugardögum, en velkomið er að hafa samband til að athuga möguleika á öðrum tímasetningum.

Stykkishólmur hefur alla tíð verið í nánum tengslum við mat og matarframleiðslu enda er matarkista Breiðafjarðar ekki langt undan.  Á göngunni fræðist þú um lífið í plássinu, laumar þér um leynistíga í fylgd með leiðsögumanni, heimsækir listasmiðju og nýtur þess besta í mat sem Stykkishólmur hefur upp á að bjóða.


Hópastæð: lágmarksfjöldi 4 - hámarksfjöldi 12 manns.

Tímasetning: 13.00 - 16.30

Ef færri en 4 bóka sig fellur gangan niður og tilkynnum við það með 1 dags fyrirvara.

Nauðsynlegt að panta með a.m.k. 1 dags fyrirvara til að hægt sé að áætla magn matar!

Hópar (5 manns eða fleiri) þurfa að panta með a.m.k. 2ja daga fyrirvara

 

Verð: 9.500 kr á mann

Hópaverð: 9.000 kr á mann ef bókað er fyrir 5-8 manns í einu og 8.200 kr á mann ef bókað er fyrir 9-12 manns í einu.

Vinsamlega athugið að hópar þurfa að hafa samband við okkur með tölvupósti til að virkja hópaafslátt.

 

Gangan tekur  ~2,5 klst. Dagskrá göngu getur tekið mið af veðurfari og öðrum aðstæðum.

Lagt af stað kl. 13.00 frá Heilbrigðisstofnun Stykkishólms (næg bílastæði)

Ganga við allra hæfi, farið hægt yfir og stoppað oft til að segja frá umhverfinu. Við fylgjum ráðleggingum og tilmælum sóttvarnalæknis í hvívetna. 

Ókeypis fyrir börn 5 ára og yngri í fylgd með fullorðnum (ekki fleiri en 2 börn á hvern aðila yfir 18 ára aldri).

50% afsláttur fyrir 6 - 17 ára 

Innifalið: Leiðsögn, matarsmakk á mat úr héraði, heimsókn í vinnusmiðju listamanna.

Ekki innifalið: Áfengi. Hægt að kaupa léttvín með mat á veitingarstað.

fer_ferdagjofin_merki_a_rautt

Til að nýta Ferðagjöfina að upphæð 5.000 kr þarf að opna felliglugga "Gift Card" í skrefi 2 við kaupin og fylla inn strikamerkiskóða gjafarinnar sem birtist þegar valið er "nota gjöf" í smáforritinu Ferdagjof.

Til að nýta ferðagjöfina, þarf að opna felligluggann "Gift card" í skrefi 2 við kaupin og setja þar inn strikamerkiskóða gjafarinnar.

Viltu nýta þér hópatilboð okkar? Hafðu þá samband við okkur hér

matarganga-stykkisholmur-08082020-14
matarganga-stykkisholmur-08082020-13

Verkefnið var þróað í samvinnu við Svæðisgarðinn Snæfellsnes, Markaðsstofu Vesturlands og Sóknaráætlun Vesturlands

vörumerki mynd
west.is copy
SL_vesturland
unnamed-5
matarganga-stykkisholmur-08082020-14
matarganga-stykkisholmur-08082020-13

Crisscross ehf

+ 354 8686255

crisscross[at]crisscross.is

2017-021 small